Fjallamennskunám FAS

24.ágú.2022

Skólaárið í FAS hófst með skólasetningu þann 18. ágúst þegar Lind Völundardóttir skólameistari setti sitt fyrsta skólaár.

Fjallamennskunemendur mættu einnig á skólasetninguna og í framhaldinu hófst fyrsti áfangi haustsins, Klettaklifur og línuvinna. Í ár eru 23 nemendur skráðir á fyrsta ár í fjallamennsku. Fyrsti dagur ferðarinnar var óhefðbundinn að því leyti að við vorum heilan dag innan dyra, en þá rigndi töluvert. Að kennslu lokinni var ekið í Svínafell í Öræfum þar sem nemendur slóu upp tjaldbúðum.

Á öðrum degi héldum við á Hnappavelli. Hnappavallahamrar eru stærsta klifursvæði landsins og eru okkar helsta kennslusvæði í klettaklifri. Þar lærðu nemendur rétta notkun sigtóla við sig og við að tryggja klifrara. Eftir hádegi klifruðu allir nemendurnir af kappi í Þorgilsrétt sem er svæði á Hnappavöllum sem hentar vel fyrir byrjendur.

Næstu dagar buðu upp á meira klifur, fleiri hnúta og fleiri verkfæri til að ná lengra í klifuríþróttinni og línuvinnu. Í lok vikunnar höfðu flestir nemendur leitt klifurleið og tryggt leiðsluklifrara sem gerir nemendunum kleift að fara á klifursvæði og klifra sjálf.

Á næst síðasta degi áfangans settu nemendur upp sín eigin akkeri og sigu af þeim fram af hömrunum í Miðskjóli á Hnappavöllum. Áfanganum lauk með línuklifri á Skeiðarárbrú en hún er hinn fullkomni staður til að æfa línuklifur. Áður en nemendurnir héldu til síns heima buðum við þeim að prófa klifurveginn í Káraskjóli í Freysnesi við góðar undirtektir.

Það er ljóst að nemendahópurinn sem hefur hafið nám við Fjallamennskunám FAS er öflugur þennan vetur. Við hlökkum mikið til komandi ævintýra með nýnemunum okkar. Í næstu viku mæta þau aftur í skólann og hefja þá áfangann Gönguferðir.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...